Vinnur með stjörnuteymi 1. apríl 2012 22:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sameiningu. Ég er með sannkallað danstónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar," útskýrir Þórunn. Hún hefur unnið að gerð plötunnar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé For Your Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Sjá má Þórunni og Berndsen flytja lagið í Loga í beinni í myndbandinu hér fyrir ofan. Þórunn segist spennt fyrir útgáfunni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stressuð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu," segir söngkonan. Þórunn kom fram í tengslum við RFF nú um helgina. Auk þess mun hún spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm RFF Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sameiningu. Ég er með sannkallað danstónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar," útskýrir Þórunn. Hún hefur unnið að gerð plötunnar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé For Your Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Sjá má Þórunni og Berndsen flytja lagið í Loga í beinni í myndbandinu hér fyrir ofan. Þórunn segist spennt fyrir útgáfunni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stressuð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu," segir söngkonan. Þórunn kom fram í tengslum við RFF nú um helgina. Auk þess mun hún spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm
RFF Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira