Til skoðunar að afturkalla veiðiheimild Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2012 11:00 Húsleit í gangi Fyrir helgi gerðu starfsmenn sérstaks saksóknara húsleit í húsakynnum Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira