Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. apríl 2012 06:00 Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun