Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum Holding 19. apríl 2012 09:30 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var á meðal þeirra 30 sem tóku þátt í húsleitum vegna rannsókna á Landsbankanum í þessari viku. Gögn vegna fyrri húsleita þar í landi eru farin að skila sér til Íslands. Fréttablaðið/Anton Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is Aurum Holding málið Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is
Aurum Holding málið Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira