Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. apríl 2012 09:15 Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun