Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. apríl 2012 09:15 Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar