Lífið

Reyndi að vera fyndinn á þýsku

gamanmál á þýsku Rökkvi Vésteinsson fór með gamanmál á þýsku í Berlín.
fréttablaðið/valli
gamanmál á þýsku Rökkvi Vésteinsson fór með gamanmál á þýsku í Berlín. fréttablaðið/valli fréttablaðið/valli
Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson er nýkominn heim frá Berlín þar sem hann steig þrisvar á svið og fór með gamanmál á þýsku í fyrsta sinn.

„Merkilegt nokk tókst mér að láta Þjóðverjana hlæja þó að þýskan sé erfitt mál fyrir uppistand," segir Rökkvi, sem nýtti tækifærið til uppistands þegar hann var staddur í Þýskalandi í mánaðarlöngu fríi með fjölskyldunni sinni.

Fyrstu tvö kvöldin voru á opnu sviði í grínklúbbi. „Fyrsta kvöldið í grínklúbbnum bjargaði það mér alveg að þar var par sem sat fremst og sprakk úr hlátri yfir öllu sem ég sagði. Annars var salurinn frekar dauður," segir Rökkvi, sem hefur talað þýsku síðan hann var au-pair í Þýskalandi. Hann á einnig þýska konu sem aðstoðaði hann við að þýða uppistandið.

Á þriðja uppistandi hans á opnu sviði á bar nokkrum fékk hann bestu viðbrögðin. Öll kvöldin girti hann niður um sig uppi á sviðinu og sýndi áhorfendum beran bossann, sem er hluti af atriði hans. „Sumir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið en aðrir hlógu."

Rökkvi hefur þar með verið með uppistand á fjórum mismunandi tungumálum, eða þýsku, íslensku, ensku og sænsku. Hann vantar bara eitt í viðbót, dönsku, til að hafa farið með gamanmál á öllum tungumálunum sem hann kann.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×