Lífið

Extreme Fishing á Íslandi

Robson Green attends the Royal Television Society Programme Awards at Grosvenor House Hotel on March 17, 2009 in London, England. Robson Green
Robson Green attends the Royal Television Society Programme Awards at Grosvenor House Hotel on March 17, 2009 in London, England. Robson Green
Enski leikarinn Robson Green var nýverið staddur hér á landi við tökur á sjónvarpsþættinum Extreme Fishing. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóðu tökurnar yfir í einn til tvo daga og fóru m.a. fram á Grundarfirði.

Upphaflega ætluðu Green og félagar að dvelja hér á landi í eina viku og gera heilan þátt um Ísland en ekkert varð af því. Í Extreme Fishing ferðast Green víða um heim, hittir sjómenn og kynnir sér marga af hættulegustu fiskum heimsins, þar á meðal hinn eitraða Puffer frá Japan. Green er kunnur á meðal íslenskra sjónvarpsáhorfenda sem sálfræðingurinn Tony Hill í þáttunum Wire in the Blood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×