Betri nýting á regnvatni Hrund Andradóttir skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun