Þorri afskrifta vegna kvótakaupa Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 07:00 Deilur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur að sjávarútvegsfyrirtæki muni halda eftir rúmum 70% af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði verði frumvarpið að lögum. Það myndi þýða 53,5 milljarða króna ef miðað er við hagnað þeirra í fyrra. Samt telja bankar að fjölmörg fyrirtæki myndu lenda í greiðsluvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/egill Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins. Fréttir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins.
Fréttir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira