Lífið

Segir betra að vera mjór en feitur

Óvandað orðaval Fyrirsætan Natalia Vodianova sagði að betra væri að vera mjór en feitur á málþingi um líkamsþyngd og heilsu.Nordicphotos/getty
Óvandað orðaval Fyrirsætan Natalia Vodianova sagði að betra væri að vera mjór en feitur á málþingi um líkamsþyngd og heilsu.Nordicphotos/getty
Fyrirsætan Natalia Vodianova vandaði ekki orðaval sitt þegar hún sagði í pallborðsumræðum að það væri augljóslega betra að vera mjór en feitur.

Vodianova tók þátt í pallborðsumræðunum ásamt samstarfskonum sínum, Evu Herzigova, Lily Cole og Jourdan Dunn, en þemað var heilsa og líkamsþyngd. Málþingið var haldið í tengslum við Vogue-hátíðina í London þar sem hönnuðir og fyrirsætur deila reynslu sinni af tískuheiminum með áhugasömum.

„Ég held að flestir geti verið sammála um að það er betra að vera mjór en feitur. Ef ég borða eins og svín, þá líður mér eins og svíni," sagði Vodianova og reyndi að leiðrétta sig í kjölfarið með því að segjast vera að vísa í offitusjúklinga.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa gagnrýnt ofurfyrirsætuna og blaðið Huffington Post segir Vodianovu vera óheppna með orðaval og vona að hún haldi áfram að standa fyrir heilbrigðan lífsstíl, eins og hún hefur gert hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×