Bráðnauðsynlegt: Jafnræði í sjávarútvegi Mörður Árnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna. Við teljum tillögu okkar mikilvæga viðbót við stjórnarfrumvörpin um fiskveiðistjórnun, sem við styðjum í megindráttum. Í þessum frumvörpum felast mikilvæg framfaraskref. Mestu skiptir að þar er kveðið afdráttarlaust á um að þjóðin eigi sjávarauðlindina í sameiningu, og að fyrir afnot þeirra skuli koma fullt gjald. JafnræðiHelsti galli þeirra er sá að þar virðist staðfest að þeir sem nú hafa undir höndum heimild til nýtingar aflahlutdeildar geta búið áfram að sífelldum forgangi til nýtingar. Ákvæði um leigupott og strandveiðar virðast ekki hnekkja þessum forgangi enda enginn hvati byggður inn í frumvarpið til að útgerðarmenn sem fá sjálfkrafa nýtingarleyfi til tuttugu ára með framlengingarrétti færi sig yfir í leigupott með uppboðsfyrirkomulagi. Jafnræði til að sækja sjó er því ekki tryggt með frumvarpinu um fiskveiðistjórn, og óvíst að það standist skoðun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á grundvelli hins fræga álits hennar frá 24. október 2007. Tilgangur breytingartillagnanna er að koma á jafnræði útgerðarfyrirtækja til aðgangs að langtímaveiðirétti og skapa sjávarútveginum þjálar starfsaðstæður og leikreglur sem haldast í grunninn samar að 20 árum liðnum. Tuttugu ára aðlögunÍ þessu skyni er gert ráð fyrir að gefin verði út nýtingarleyfi til einstakra útgerða á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. Leyfin verði afmörkuð í 20 hluti og verði stysta leyfið til eins árs en það lengsta til 20 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu leyfin til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir. Ný nýtingarleyfi í stað þeirra útrunnu verða afmörkuð og boðin til leigu á kvótaþingi til 20 ára. Til að veita eðlilegan aðlögunartíma að breytingum er reiknað með ívilnun til útgerða þeirra skipa sem í upphafi fá leyfi til að nýta aflahlutdeild. Þessi skip skulu fá 90% af því endurgjaldi sem fæst fyrir þau leyfi sem leigð verða út í staðinn á kvótaþingi. Afraksturinn rennur til þjóðarinnar með sölu heimilda á kvótaþingi, þar sem hægt er að taka ákveðið tillit til byggðahagsmuna. Þar til þetta kerfi er að fullu komið á þarf þó að notast við veiðigjald til að tryggja eigandanum eðlilega rentu af auðlindinni. Með þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarleyfum sem endurúthlutað er með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka. Það tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarleyfunum. Þessar tillögur, sem byggjast á hugmyndum Jóhanns Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, opna nýliðum leið inn í greinina og tryggja fullt jafnræði við úthlutun nýtingarsamninga að loknum 20 ára aðlögunartíma. Með breytingartillögunum eru skilyrðin í áliti Mannréttindanefndar SÞ uppfyllt með sanngirni og undir merkjum meðalhófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna. Við teljum tillögu okkar mikilvæga viðbót við stjórnarfrumvörpin um fiskveiðistjórnun, sem við styðjum í megindráttum. Í þessum frumvörpum felast mikilvæg framfaraskref. Mestu skiptir að þar er kveðið afdráttarlaust á um að þjóðin eigi sjávarauðlindina í sameiningu, og að fyrir afnot þeirra skuli koma fullt gjald. JafnræðiHelsti galli þeirra er sá að þar virðist staðfest að þeir sem nú hafa undir höndum heimild til nýtingar aflahlutdeildar geta búið áfram að sífelldum forgangi til nýtingar. Ákvæði um leigupott og strandveiðar virðast ekki hnekkja þessum forgangi enda enginn hvati byggður inn í frumvarpið til að útgerðarmenn sem fá sjálfkrafa nýtingarleyfi til tuttugu ára með framlengingarrétti færi sig yfir í leigupott með uppboðsfyrirkomulagi. Jafnræði til að sækja sjó er því ekki tryggt með frumvarpinu um fiskveiðistjórn, og óvíst að það standist skoðun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á grundvelli hins fræga álits hennar frá 24. október 2007. Tilgangur breytingartillagnanna er að koma á jafnræði útgerðarfyrirtækja til aðgangs að langtímaveiðirétti og skapa sjávarútveginum þjálar starfsaðstæður og leikreglur sem haldast í grunninn samar að 20 árum liðnum. Tuttugu ára aðlögunÍ þessu skyni er gert ráð fyrir að gefin verði út nýtingarleyfi til einstakra útgerða á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. Leyfin verði afmörkuð í 20 hluti og verði stysta leyfið til eins árs en það lengsta til 20 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu leyfin til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir. Ný nýtingarleyfi í stað þeirra útrunnu verða afmörkuð og boðin til leigu á kvótaþingi til 20 ára. Til að veita eðlilegan aðlögunartíma að breytingum er reiknað með ívilnun til útgerða þeirra skipa sem í upphafi fá leyfi til að nýta aflahlutdeild. Þessi skip skulu fá 90% af því endurgjaldi sem fæst fyrir þau leyfi sem leigð verða út í staðinn á kvótaþingi. Afraksturinn rennur til þjóðarinnar með sölu heimilda á kvótaþingi, þar sem hægt er að taka ákveðið tillit til byggðahagsmuna. Þar til þetta kerfi er að fullu komið á þarf þó að notast við veiðigjald til að tryggja eigandanum eðlilega rentu af auðlindinni. Með þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarleyfum sem endurúthlutað er með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka. Það tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarleyfunum. Þessar tillögur, sem byggjast á hugmyndum Jóhanns Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, opna nýliðum leið inn í greinina og tryggja fullt jafnræði við úthlutun nýtingarsamninga að loknum 20 ára aðlögunartíma. Með breytingartillögunum eru skilyrðin í áliti Mannréttindanefndar SÞ uppfyllt með sanngirni og undir merkjum meðalhófs.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun