Tölum saman! Toshiki Toma skrifar 3. maí 2012 09:00 Um sextíu innflytjendur mættu á samkomuna „Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síðastliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita innflytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Um sextíu innflytjendur mættu á samkomuna „Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síðastliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita innflytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar