Fersk og óvænt plata Trausti Júlíusson skrifar 8. maí 2012 11:00 Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira