Fiskveiðifrumvörpin eru andstæð þjóðarhagsmunum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota. Ábyrg stjórnvöld í lýðræðisríkjum líta fremur á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnulífinu góð rekstrarskilyrði. Á Íslandi höfum við stjórnvöld sem leggja fram tillögur sem leiða til hins gagnstæða og valda fullkomnu uppnámi í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Verði þessi frumvörp að lögum kalla þau fram gjaldþrot í stórum stíl, sem ella yrðu ekki. Er það ekki grafalvarlegt mál? Það er því fráleitt eins og haldið hefur verið fram að þessi frumvörp séu tilraun til þess að leiða fram sátt. Þau leiða til hins gagnstæða. Það sem liggur fyrir er meðal annars þetta:Verði frumvörpin samþykkt, liggur fyrir að um helmingur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mun ekki ráða við skuldbindingar sínar.75% krókaaflamarksútgerðanna (minni bátarnir) samkvæmt úrtaki sérfræðinga komast í greiðsluþrot.Afleiðingar þessa verða síðan stórfelld gjaldþrot þjónustuaðila þessara fyrirtækja um land allt.Sjávarbyggðir og sveitarfélög sem háð eru sjávarútvegi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Veldur mikilli röskun byggðar.Virðisrýrnun í sjávarútvegi mun nema hundruðum milljarða króna, sem leiðir síðan til verri viðskiptakjara, hærri fjármagnskostnaðar og er afleiðing af verri rekstri fyrirtækja sem frumvörpin munu hafa í för með sér, verði þau samþykkt.Afskriftir banka og fjármálafyrirtækja munu væntanlega aukast um að minnsta kosti 50 milljarða, vegna áhrifa lagasetningar þeirrar sem er áformuð. Það leiðir til minna svigrúms til annarra skuldaleiðréttinga, hærri vaxtakostnaðar alls almennings, lakari innlánskjara og stórtjóns ríkissjóðs, vegna eignaraðildar ríkisins að fjármálafyrirtækjum.Rökstutt hefur verið að frumvörpin stangist á við stjórnarskrána í veigamiklum atriðum.Sú aðferð sem frumvörpin boða, mun stuðla að lakari umgengni um fiskimiðin og þar með sóun á fiskveiðiauðlindinni.Heildarafrakstur þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútveginum mun minnka, þrátt fyrir stórhækkaða gjaldtöku. Það er því mikið í húfi að horfið verði af þessari ólánsbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota. Ábyrg stjórnvöld í lýðræðisríkjum líta fremur á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnulífinu góð rekstrarskilyrði. Á Íslandi höfum við stjórnvöld sem leggja fram tillögur sem leiða til hins gagnstæða og valda fullkomnu uppnámi í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Verði þessi frumvörp að lögum kalla þau fram gjaldþrot í stórum stíl, sem ella yrðu ekki. Er það ekki grafalvarlegt mál? Það er því fráleitt eins og haldið hefur verið fram að þessi frumvörp séu tilraun til þess að leiða fram sátt. Þau leiða til hins gagnstæða. Það sem liggur fyrir er meðal annars þetta:Verði frumvörpin samþykkt, liggur fyrir að um helmingur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mun ekki ráða við skuldbindingar sínar.75% krókaaflamarksútgerðanna (minni bátarnir) samkvæmt úrtaki sérfræðinga komast í greiðsluþrot.Afleiðingar þessa verða síðan stórfelld gjaldþrot þjónustuaðila þessara fyrirtækja um land allt.Sjávarbyggðir og sveitarfélög sem háð eru sjávarútvegi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Veldur mikilli röskun byggðar.Virðisrýrnun í sjávarútvegi mun nema hundruðum milljarða króna, sem leiðir síðan til verri viðskiptakjara, hærri fjármagnskostnaðar og er afleiðing af verri rekstri fyrirtækja sem frumvörpin munu hafa í för með sér, verði þau samþykkt.Afskriftir banka og fjármálafyrirtækja munu væntanlega aukast um að minnsta kosti 50 milljarða, vegna áhrifa lagasetningar þeirrar sem er áformuð. Það leiðir til minna svigrúms til annarra skuldaleiðréttinga, hærri vaxtakostnaðar alls almennings, lakari innlánskjara og stórtjóns ríkissjóðs, vegna eignaraðildar ríkisins að fjármálafyrirtækjum.Rökstutt hefur verið að frumvörpin stangist á við stjórnarskrána í veigamiklum atriðum.Sú aðferð sem frumvörpin boða, mun stuðla að lakari umgengni um fiskimiðin og þar með sóun á fiskveiðiauðlindinni.Heildarafrakstur þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútveginum mun minnka, þrátt fyrir stórhækkaða gjaldtöku. Það er því mikið í húfi að horfið verði af þessari ólánsbraut.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun