Landspítali í Fossvog Ólafur Örn Arnarson skrifar 16. maí 2012 06:00 Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar