Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2012 07:00 Petr Cech fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu með Chelsea. „Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó. Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
„Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó.
Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira