Framtíðarsýnin breyttist á Sveinstindi 31. maí 2012 23:00 "Það er eins og pólitísk hrossakaup hafi átt sér stað og Reykjanesinu sé fórnað fyrir einhver önnur svæði,“ segir Ellert um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum. Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira