Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club 31. maí 2012 08:00 Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira