Silkimjúkt og sefandi Trausti Júlíusson skrifar 31. maí 2012 09:00 Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Tónlistin á Love in Times of Repetition er að stærstum hluta hæggeng, mjúk og seiðandi raftónlist, þó að hún herðist aðeins í nokkrum lögum, t.d. We Have Come So Far Again, Dandelions For You og Last Song (Almost). Þeir félagar syngja báðir á plötunni, en auk þeirra syngja franska söngkonan Oléna Simon, japanska söngkonan Chihiro Dunn og Kjartan Ólafsson úr Ampop. Yfirbragð plötunnar minnir svolítið á listamenn í mjúku deildinni, eins og Thievery Corporation eða Kruder & Dorfmeister, en hljómur Asonat er samt kaldari, meira teknó. Love in Times of Repetition er ágætis plata. Lögin eru misgóð og hún nær aldrei að koma manni verulega á óvart, en hún stendur samt vel fyrir sínu. Bestu lögin eru mjög vel samin og oft ná Asonat-menn að skapa flotta stemningu með vönduðum hljóðheiminum. Niðurstaða: Ágætis plata frá nýrri rafpoppsveit Jónasar Ruxpin og Fannars úr Plastic Joy. Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Tónlistin á Love in Times of Repetition er að stærstum hluta hæggeng, mjúk og seiðandi raftónlist, þó að hún herðist aðeins í nokkrum lögum, t.d. We Have Come So Far Again, Dandelions For You og Last Song (Almost). Þeir félagar syngja báðir á plötunni, en auk þeirra syngja franska söngkonan Oléna Simon, japanska söngkonan Chihiro Dunn og Kjartan Ólafsson úr Ampop. Yfirbragð plötunnar minnir svolítið á listamenn í mjúku deildinni, eins og Thievery Corporation eða Kruder & Dorfmeister, en hljómur Asonat er samt kaldari, meira teknó. Love in Times of Repetition er ágætis plata. Lögin eru misgóð og hún nær aldrei að koma manni verulega á óvart, en hún stendur samt vel fyrir sínu. Bestu lögin eru mjög vel samin og oft ná Asonat-menn að skapa flotta stemningu með vönduðum hljóðheiminum. Niðurstaða: Ágætis plata frá nýrri rafpoppsveit Jónasar Ruxpin og Fannars úr Plastic Joy.
Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira