Viðskipti innlent

Húsleit Seðlabanka ekki ólögmæt

Seðlabankinn framkvæmdi húsleit hjá Samherja í lok mars. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri og einn aðaleigenda Samherja. 
Fréttablaðið/Heiða
Seðlabankinn framkvæmdi húsleit hjá Samherja í lok mars. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri og einn aðaleigenda Samherja. Fréttablaðið/Heiða
Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Samherja og tengdra félaga um að húsleit og haldlagning Seðlabankans á gögnum á tveimur starfsstöðvum samstæðunnar yrðu dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum yrði gert að skila öllum haldlögðum og afrituðum gögnum.

Seðlabankinn framkvæmdi húsleit á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík þann 27. mars síðastliðinn. Tilefni leitarinnar var grunur um brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti, einkum þegar kom að verðlagningu á karfa sem seldur var til dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Seðlabankinn telur að ósamræmi hafi verið í skilum Samherja á erlendum gjaldeyri.

Þá vísaði Hæstiréttur frá kröfu samstæðunnar sem laut að lögmæti og framkvæmd rannsóknaraðgerðanna þar sem þær væru afstaðnar. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að „vegna mikils umfangs hinna haldlögðu gagna yrði að játa SÍ [Seðlabankanum] nokkru svigrúmi við rannsókn þeirra“. Þar segir jafnframt að Samherja hafi ekki tekist að sýna fram á að einstök skjöl eða önnur gögn hafi verið þýðingarlaus fyrir rannsóknina.- þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×