Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun