Hjólhýsin í miðborginni Ólafur Rastrick skrifar 1. júní 2012 06:00 Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. Á síðustu áratugum hefur aftur á móti verið að renna upp fyrir Íslendingum að kannski séu einhver verðmæti eftir allt saman í þeim eldri byggingum sem þó eru til staðar á landinu. Víða um land er að finna dálítið samsafn af eldri timburhúsum sem gjarnan mynda hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á ekki síst við um Reykjavík en bárujárnsklædd timburhúsabyggð miðborgarinnar gerir hana dálítið sérstæða í samanburði við höfuðstaði annarra landa. Og þótt þessi hús séu fæst nema rúmlega aldargömul eru þau líklega einn nærtækasti efnislegi tengiliður núlifandi kynslóða við fortíð þjóðarinnar. Íslendingar hafa þannig verið að uppgötva þessar sérstæðu byggingar sem íslenska byggingaarfleifð. Við höfum í vaxandi mæli lært að meta þessi hús ekki síst sem mikilvægasta sjónræna einkenni miðborgar Reykjavíkur og sem efnislegan tengilið samtíðarinnar við sögu og menningu liðinna kynslóða. Til skamms tíma voru þessi gömlu hús ýmist rifin eða flutt á Árbæjarsafn ef þau reyndust í vegi duglegra athafnamanna sem reisa vildu stærri hús eða öðruvísi í miðborginni. Nú er í tísku að flytja þau til innan miðborgarinnar, kippa þeim af sökkli sínum og koma þeim fyrir á nýjum stað í nýju samhengi – kannski með öðrum gömlum húsum sem líka hafa verið færð til. Þetta þykir sumum fagurkerum hið mesta þing. Núna er hægt að skapa heillegar götumyndir lítilla sætra timburhúsa sem svo má færa til síðar ef einhver dugnaðarforkurinn skyldi nú þurfa að koma sér upp dálítið reisulegu hóteli á staðnum. Nú stendur til að byggja eitt gott hótel við Ingólfstorg í hjarta Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa eitt bakhús sem hefur það helst sér til ágætis að vera helsti vettvangur lifandi dægurtónlistar í bænum. Önnur gömul hús sem standa í vegi nýbyggingarinnar þarf að flytja til. Gott ef það var ekki einn sómamaðurinn á Alþingi sem stakk upp á því að draga þau út á torgið, líklega svo að þau fengju almennilega notið sín og hótelhaldarinn gæti byggt sitt hótel. Í þessum tilfæringum virðist lítið hugað að gildi þess að húsin standi á þeim stað þar sem þau voru reist. Svo virðist sem fyrst og fremst sé litið á húsin sem skrautmuni sem skjóta má hjólum undir og endurraða eftir því sem smekkur og hentugleikar hvers tíma blása mönnum í brjóst.Með því að hjólhýsavæða miðborgina með þessum hætti er svæðið vissulega á leiðinni með að verða dálítið dýnamískt; byggingarnar eru færðar til eins og leikmunir og leikmyndinni má svo skipta út milli sýninga. En ef þessi hús eru bara leikmynd – snotur dúkkuhús á hjólum til að sýna sjálfum okkur og gestum borgarinnar hversu krúttleg miðborgin er – væri þá ekki hagkvæmara að byggja frekar ný hugguleg smáhýsi heldur en að vera þvælast um með þetta gamla dót? Með því að færa gömul hús til og frá eru nefnilega allar líkur á að hið sögulega samhengi þeirra rofni. Þeim er kippt úr samhengi sínu og sett í eitthvað annað. Við það breytist merking þeirra og gildi fyrir þá sem til þeirra þekkja, vilja um þau fræðast eða þykir einfaldlega vænt um þau. Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað nýja merkingu og nýtt samhengi á nýjum stað en sem efnislegt fyrirbæri fyrir einstaklinga og samfélag til að rækta skilning sinn og tengsl við áratugina frá því í kringum aldamótin 1900 hefur tilfærslan rýrt gildi húsanna verulega. Það má að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort það hafi ekki talsvert og sjálfstætt gildi að gamlar byggingar eins og Vallarstræti 4 (Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti 7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem standa við Ingólfstorg fái að vera áfram á sínum stað sem áþreifanlegur og rótgróinn vitnisburður um gömlu Reykjavík sem gæðir miðborgina sögulegri vídd? Með því að halda í húsin á sínum stað er líklegt að sú skírskotun til fortíðar sem þau fela í sér reynist mun traustari en annars. Í stað þess að vera til vitnis um hentistefnu ársins 2012 byggist skírskotunin á þeim grunni sem húsin voru upphaflega reist á. Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugari en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. Á síðustu áratugum hefur aftur á móti verið að renna upp fyrir Íslendingum að kannski séu einhver verðmæti eftir allt saman í þeim eldri byggingum sem þó eru til staðar á landinu. Víða um land er að finna dálítið samsafn af eldri timburhúsum sem gjarnan mynda hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á ekki síst við um Reykjavík en bárujárnsklædd timburhúsabyggð miðborgarinnar gerir hana dálítið sérstæða í samanburði við höfuðstaði annarra landa. Og þótt þessi hús séu fæst nema rúmlega aldargömul eru þau líklega einn nærtækasti efnislegi tengiliður núlifandi kynslóða við fortíð þjóðarinnar. Íslendingar hafa þannig verið að uppgötva þessar sérstæðu byggingar sem íslenska byggingaarfleifð. Við höfum í vaxandi mæli lært að meta þessi hús ekki síst sem mikilvægasta sjónræna einkenni miðborgar Reykjavíkur og sem efnislegan tengilið samtíðarinnar við sögu og menningu liðinna kynslóða. Til skamms tíma voru þessi gömlu hús ýmist rifin eða flutt á Árbæjarsafn ef þau reyndust í vegi duglegra athafnamanna sem reisa vildu stærri hús eða öðruvísi í miðborginni. Nú er í tísku að flytja þau til innan miðborgarinnar, kippa þeim af sökkli sínum og koma þeim fyrir á nýjum stað í nýju samhengi – kannski með öðrum gömlum húsum sem líka hafa verið færð til. Þetta þykir sumum fagurkerum hið mesta þing. Núna er hægt að skapa heillegar götumyndir lítilla sætra timburhúsa sem svo má færa til síðar ef einhver dugnaðarforkurinn skyldi nú þurfa að koma sér upp dálítið reisulegu hóteli á staðnum. Nú stendur til að byggja eitt gott hótel við Ingólfstorg í hjarta Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa eitt bakhús sem hefur það helst sér til ágætis að vera helsti vettvangur lifandi dægurtónlistar í bænum. Önnur gömul hús sem standa í vegi nýbyggingarinnar þarf að flytja til. Gott ef það var ekki einn sómamaðurinn á Alþingi sem stakk upp á því að draga þau út á torgið, líklega svo að þau fengju almennilega notið sín og hótelhaldarinn gæti byggt sitt hótel. Í þessum tilfæringum virðist lítið hugað að gildi þess að húsin standi á þeim stað þar sem þau voru reist. Svo virðist sem fyrst og fremst sé litið á húsin sem skrautmuni sem skjóta má hjólum undir og endurraða eftir því sem smekkur og hentugleikar hvers tíma blása mönnum í brjóst.Með því að hjólhýsavæða miðborgina með þessum hætti er svæðið vissulega á leiðinni með að verða dálítið dýnamískt; byggingarnar eru færðar til eins og leikmunir og leikmyndinni má svo skipta út milli sýninga. En ef þessi hús eru bara leikmynd – snotur dúkkuhús á hjólum til að sýna sjálfum okkur og gestum borgarinnar hversu krúttleg miðborgin er – væri þá ekki hagkvæmara að byggja frekar ný hugguleg smáhýsi heldur en að vera þvælast um með þetta gamla dót? Með því að færa gömul hús til og frá eru nefnilega allar líkur á að hið sögulega samhengi þeirra rofni. Þeim er kippt úr samhengi sínu og sett í eitthvað annað. Við það breytist merking þeirra og gildi fyrir þá sem til þeirra þekkja, vilja um þau fræðast eða þykir einfaldlega vænt um þau. Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað nýja merkingu og nýtt samhengi á nýjum stað en sem efnislegt fyrirbæri fyrir einstaklinga og samfélag til að rækta skilning sinn og tengsl við áratugina frá því í kringum aldamótin 1900 hefur tilfærslan rýrt gildi húsanna verulega. Það má að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort það hafi ekki talsvert og sjálfstætt gildi að gamlar byggingar eins og Vallarstræti 4 (Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti 7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem standa við Ingólfstorg fái að vera áfram á sínum stað sem áþreifanlegur og rótgróinn vitnisburður um gömlu Reykjavík sem gæðir miðborgina sögulegri vídd? Með því að halda í húsin á sínum stað er líklegt að sú skírskotun til fortíðar sem þau fela í sér reynist mun traustari en annars. Í stað þess að vera til vitnis um hentistefnu ársins 2012 byggist skírskotunin á þeim grunni sem húsin voru upphaflega reist á. Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugari en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því?
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar