Hraðfréttirnar í Kastljósið 14. júní 2012 09:00 Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, umsjónamenn Hraðfrétta, ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og verða meðal annars sem vikuleg innslög í Kastljósi frá og með næsta hausti. Fréttablaðið/anton „Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira