Plata innan í annarri plötu 14. júní 2012 08:00 forpsrakki Billy Corgan er forsprakki bandarísku rokksveitarinnar The Smashing Pumpkins. nordicphotos/getty The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira