Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi Skafti Þ. Halldórsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: „Við skárum niður alls konar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Með öðrum orðum sameining skólans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðréttingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa milljón í laun. Það vill svo til að ég vann að þessari sameiningu ásamt með öðru starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei var við viðveru þína í því ferli. Ég stóð aftur á móti í því streði og stend enn. Í Digranesskóla var ég deildarstjóri í deild þar sem voru 130 nemendur og 15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhólsskóla þar sem eru 450 nemendur og í kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu áður. Ef til vill var það ofmannað og vel í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu, fitan sem skorin var í burtu. Við þessa aukningu á starfi jukust laun mín að ég held um tvo launaflokka, u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn þriðjungi þinna launa. Þar vantar töluvert upp á. Ég tel því að ég hafi verið verulega hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil þess vegna fá þessa 23% launahækkun á þínum launakjörum því að þú vannst ekki fyrir henni heldur ég. Ef þú treystir þér ekki til þess að láta mig fá launahækkunina þína eða koma fram með aðra og síður móðgandi réttlætingu á henni hvet ég til að þú kallir mig á þinn fund þegar þú ert lentur og segir við mig þessi fleygu orð: Þú ert drekinn! Því sannarlega er ég og aðrir stjórnendur Álfhólsskóla drekinn sem dregur þann vagn sem þú réttlætir launaleiðréttingu þína með. Svo má líka misskilja þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merkingu og mundi ég ekki sýta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: „Við skárum niður alls konar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Með öðrum orðum sameining skólans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðréttingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa milljón í laun. Það vill svo til að ég vann að þessari sameiningu ásamt með öðru starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei var við viðveru þína í því ferli. Ég stóð aftur á móti í því streði og stend enn. Í Digranesskóla var ég deildarstjóri í deild þar sem voru 130 nemendur og 15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhólsskóla þar sem eru 450 nemendur og í kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu áður. Ef til vill var það ofmannað og vel í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu, fitan sem skorin var í burtu. Við þessa aukningu á starfi jukust laun mín að ég held um tvo launaflokka, u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn þriðjungi þinna launa. Þar vantar töluvert upp á. Ég tel því að ég hafi verið verulega hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil þess vegna fá þessa 23% launahækkun á þínum launakjörum því að þú vannst ekki fyrir henni heldur ég. Ef þú treystir þér ekki til þess að láta mig fá launahækkunina þína eða koma fram með aðra og síður móðgandi réttlætingu á henni hvet ég til að þú kallir mig á þinn fund þegar þú ert lentur og segir við mig þessi fleygu orð: Þú ert drekinn! Því sannarlega er ég og aðrir stjórnendur Álfhólsskóla drekinn sem dregur þann vagn sem þú réttlætir launaleiðréttingu þína með. Svo má líka misskilja þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merkingu og mundi ég ekki sýta það.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun