Lögleiðing siðleysis Óskar H. Valtýsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar. Rökin fyrir þessu siðlausa háttalagi eru að fram að tilteknum aldri sé tilfinninga- og sársaukaskyn dýranna það vanþroskað að slíkar aðgerðir valdi þeim ekki ama svo sennilega sem það kann að hljóma. Nú má t.d. klippa í sundur tennur og hala grísa deyfingarlaust og gelda unggelti á sama máta allt að viku gamla. Þessi mörk gætu allt eins verið tvær vikur eða fimm, jafnvel þrír mánuðir, allt eftir því hvað hentaði eldisiðnaðinum. Þeir sem purkunarlaust réttlæta siðlausa og ólíðandi meðferð dýra halda því iðulega fram að þeir sem andmæli henni þekki ekki „lífsins gang". Það er nokkuð til í því enda leggur iðnaðurinn mikla áherslu á að sannleikanum um skelfilegan aðbúnað og meðferð eldisdýra sé haldið frá almenningi. Verksmiðjubúin, gluggalaus óskapnaðurinn, eru falin bak við grjótgarða og kyrfilega lokuð óviðkomandi. Myndatökur óheimilar. Íslenskum neytendum gafst nýverið sjaldgæft færi á að komast nær sannleikanum um „lífsins gang" því í sjónvarpi var sýndur nokkurra ára gamall matreiðsluþáttur þar sem stjörnukokkurinn Jamie Oliver hvetur breska neytendur til að auka viðskipti sín við þarlenda framleiðendur svínaafurða. Jamie vildi kynna áhorfendum lífshlaup gríss frá goti til gaffals eins og hann orði það. Meðal þess sem bauðst að horfa á og ekki síður að heyra, var deyfingarlaus gelding unggaltar. Aðgerðin var langdregin og óhugguleg. Beitt var hnífi og prjóni til að skrapa út eistu og vefi úr kvið galtarins ólánssama. Kvalastríð og þjáningavein dýrsins munu seint líða þeim úr minni sem urðu vitni að óþverraskapnum. Það ætti hverjum þeim sem á horfði að vera ljóst hve skefjalaus illmennska, grimmd og heimska er að fara svona með bjargarlausa vesalingana og réttlæta það með því að verið sé að taka tillit til bragðsmekks neytenda og aðhalds í kostnaði. Það vakna óneitanlega upp spurningar varðandi það hvort mannskepnunni sé ekkert heilagt og hvort bregða megi mælistiku arðsemi á hvaðeina en láta mannúð og manngildi reka á reiðanum. Ef þessar aðferðir valda aligeltinum litlum ama, eins og talsmenn iðnaðarins vilja halda fram, hvers vegna skyldi þeim þá ekki vera beitt þegar heimilisdýr eiga í hlut, t.d. hundar og kettir? Eigendurnir gætu þá jafnvel sjálfir gert aðgerðir á dýrunum og á þann hátt sparað sér læknis- og lyfjakostnað. Þegar nýtt frumvarp til laga um velferð dýra er skoðað má sjá að ráðherra málaflokksins ásamt ráðgefandi nefnd, að hluta til skipaðri dýralæknum, hefur látið undan þrýstingi hagsmunaaðila um að fá að halda deyfingarlausa hrottaskapnum til streitu. Þetta er gert þrátt fyrir að markmið laganna sé að dýrin „séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur". Þannig er í lögum sem veita eiga dýrum vernd gegn illri meðferð veitt heimild til að beita þau óbærilegu kvalræði til þess eins að þjóna arðsemissjónarmiðum framleiðenda og neytenda. Það er siðferðisleg skylda löggjafans að gera lög um dýravelferð þannig úr garði að þau banni fortakslaust og á afgerandi hátt alla illa meðferð dýra. Hér er ekki einungis um að ræða spurningar um dýravernd heldur er um að ræða fjölmörg og knýjandi siðferðisleg álitaefni. Að misþyrma dýrum á skipulegan hátt í ágóðaskyni og vegna þess að þau geta ekki varið sig eða eiga sér ekki málsvara, er lítilmannlegt og siðlaust og ekki samboðið íslensku samfélagi. Það er því nöturleg tilhugsun að í allsnægtasamfélaginu verði þjáningarfull hrottameðferð eldisdýra varin í lögum til frambúðar. Það að stjórnmálamenn sem um véla láti sér lynda að bjargarlaus dýr, sem alfarið eru háð náð og miskunn þeirra sem með þau fara, séu kvalin og pínd að þarflausu, einungis til að þjóna hagsmunum framleiðenda og neytenda er ósvinna. Framleiðendur fela síðan ósómann og þeir neytendur sem þekkja „lífsins gang" líta undan og þegja. Það er að sönnu tilefni til að Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands rannsaki þau samfélagslegu viðhorf sem liggja að baki ákvörðunum eins og þeim að verja með lögum níðingsskap gagnvart varnarlausum dýrum sem eiga sér enga undankomuleið því þau eru svo ólánssöm að verða manninum samferða á skammri lífsleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar. Rökin fyrir þessu siðlausa háttalagi eru að fram að tilteknum aldri sé tilfinninga- og sársaukaskyn dýranna það vanþroskað að slíkar aðgerðir valdi þeim ekki ama svo sennilega sem það kann að hljóma. Nú má t.d. klippa í sundur tennur og hala grísa deyfingarlaust og gelda unggelti á sama máta allt að viku gamla. Þessi mörk gætu allt eins verið tvær vikur eða fimm, jafnvel þrír mánuðir, allt eftir því hvað hentaði eldisiðnaðinum. Þeir sem purkunarlaust réttlæta siðlausa og ólíðandi meðferð dýra halda því iðulega fram að þeir sem andmæli henni þekki ekki „lífsins gang". Það er nokkuð til í því enda leggur iðnaðurinn mikla áherslu á að sannleikanum um skelfilegan aðbúnað og meðferð eldisdýra sé haldið frá almenningi. Verksmiðjubúin, gluggalaus óskapnaðurinn, eru falin bak við grjótgarða og kyrfilega lokuð óviðkomandi. Myndatökur óheimilar. Íslenskum neytendum gafst nýverið sjaldgæft færi á að komast nær sannleikanum um „lífsins gang" því í sjónvarpi var sýndur nokkurra ára gamall matreiðsluþáttur þar sem stjörnukokkurinn Jamie Oliver hvetur breska neytendur til að auka viðskipti sín við þarlenda framleiðendur svínaafurða. Jamie vildi kynna áhorfendum lífshlaup gríss frá goti til gaffals eins og hann orði það. Meðal þess sem bauðst að horfa á og ekki síður að heyra, var deyfingarlaus gelding unggaltar. Aðgerðin var langdregin og óhugguleg. Beitt var hnífi og prjóni til að skrapa út eistu og vefi úr kvið galtarins ólánssama. Kvalastríð og þjáningavein dýrsins munu seint líða þeim úr minni sem urðu vitni að óþverraskapnum. Það ætti hverjum þeim sem á horfði að vera ljóst hve skefjalaus illmennska, grimmd og heimska er að fara svona með bjargarlausa vesalingana og réttlæta það með því að verið sé að taka tillit til bragðsmekks neytenda og aðhalds í kostnaði. Það vakna óneitanlega upp spurningar varðandi það hvort mannskepnunni sé ekkert heilagt og hvort bregða megi mælistiku arðsemi á hvaðeina en láta mannúð og manngildi reka á reiðanum. Ef þessar aðferðir valda aligeltinum litlum ama, eins og talsmenn iðnaðarins vilja halda fram, hvers vegna skyldi þeim þá ekki vera beitt þegar heimilisdýr eiga í hlut, t.d. hundar og kettir? Eigendurnir gætu þá jafnvel sjálfir gert aðgerðir á dýrunum og á þann hátt sparað sér læknis- og lyfjakostnað. Þegar nýtt frumvarp til laga um velferð dýra er skoðað má sjá að ráðherra málaflokksins ásamt ráðgefandi nefnd, að hluta til skipaðri dýralæknum, hefur látið undan þrýstingi hagsmunaaðila um að fá að halda deyfingarlausa hrottaskapnum til streitu. Þetta er gert þrátt fyrir að markmið laganna sé að dýrin „séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur". Þannig er í lögum sem veita eiga dýrum vernd gegn illri meðferð veitt heimild til að beita þau óbærilegu kvalræði til þess eins að þjóna arðsemissjónarmiðum framleiðenda og neytenda. Það er siðferðisleg skylda löggjafans að gera lög um dýravelferð þannig úr garði að þau banni fortakslaust og á afgerandi hátt alla illa meðferð dýra. Hér er ekki einungis um að ræða spurningar um dýravernd heldur er um að ræða fjölmörg og knýjandi siðferðisleg álitaefni. Að misþyrma dýrum á skipulegan hátt í ágóðaskyni og vegna þess að þau geta ekki varið sig eða eiga sér ekki málsvara, er lítilmannlegt og siðlaust og ekki samboðið íslensku samfélagi. Það er því nöturleg tilhugsun að í allsnægtasamfélaginu verði þjáningarfull hrottameðferð eldisdýra varin í lögum til frambúðar. Það að stjórnmálamenn sem um véla láti sér lynda að bjargarlaus dýr, sem alfarið eru háð náð og miskunn þeirra sem með þau fara, séu kvalin og pínd að þarflausu, einungis til að þjóna hagsmunum framleiðenda og neytenda er ósvinna. Framleiðendur fela síðan ósómann og þeir neytendur sem þekkja „lífsins gang" líta undan og þegja. Það er að sönnu tilefni til að Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands rannsaki þau samfélagslegu viðhorf sem liggja að baki ákvörðunum eins og þeim að verja með lögum níðingsskap gagnvart varnarlausum dýrum sem eiga sér enga undankomuleið því þau eru svo ólánssöm að verða manninum samferða á skammri lífsleið.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun