Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Ármann Kr. Ólafsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar