Þreyttur eftir þrjátíu ár í bransanum 15. júní 2012 08:00 hættur Jakob Smári Magnússon er hættur að spila á böllum og hefur fengið starf sem sölumaður. fréttablaðið/stefán „Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
„Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira