Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun