Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun