Stífna upp og tapa hraða í sprettunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 08:00 Helga Margrét tekur hér á því með kúluna á æfingu í gær. Mynd/Daníel Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira