Landlæknir skal eyða gögnum eftir eftirlit 23. júní 2012 06:30 Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að lýtalæknum bæri ekki skylda til að afhenda landlækni upplýsingar um konur sem hafa farið í brjóstastækkun hér á landi. Nordicphotos/Afp Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira