Ekki forsetakosningar? Stefanía G. Kristínsdóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil?
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun