Það er ekki hægt að sökkva dýpra Hildur Dís Jónsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru?
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun