Sagði upp fólki og greiddi síðan 850 milljónir í arð 29. júní 2012 00:01 Gandí VE 30 manna áhöfn skipsins hefur verið sagt upp. Skipið verður selt. fréttablaðið/óskar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hagræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Félagið samþykkti í gærkvöldi að greiða 850 milljónir króna í arð. „Þessi arður er um það bil 13% af eigin fé Vinnslustöðvarinnar sem er um það bil það sama og ávöxtunarkrafa Bankasýslu ríkisins af bönkunum," segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Ef við horfum á það hvað var áætlað á síðasta ári, þá er þetta um það bil fimm prósent af markaðsvirði þess. Ef ríkisskuldabréf eru keypt í dag, held ég að ávöxtunarkrafan sé nálægt sjö prósentunum." Til samanburðar má geta þess að arðgreiðslur ársins á undan voru 500 milljónir króna og hækkunin á milli ára nemur því 75 prósentum. Sigurgeir útilokar ekki enn frekari sparnaðaraðgerðir. „Ef fyrirtækið ætlar að lifa álögurnar af þá verðum við að bregðast enn frekar við og spara meira," segir hann. Hann vill ekki útlista hvers konar aðgerðir þá séu í kortunum, en uppsagnirnar núna séu mikilvægur liður í að halda fyrirtækinu gangandi. Hann segir ákvarðanirnar um að segja upp 13 prósentum fastráðins starfsfólks og draga saman í rekstri séu þungbærar fyrir Vinnslustöðina, en auðvitað fyrst og fremst fyrir starfsfólkið. „Engum ætti þó að koma á óvart að til slíkra tíðinda drægi, allra síst stjórnvöldum landsins og alþingismönnum sem samþykktu nú síðast stórhækkun veiðigjalda þvert á viðvaranir úr öllum áttum, þar á meðal úr röðum eigin sérfræðinga og ráðgjafa," segir Sigurgeir. Meðal þeirra sem sagt var upp var öll áhöfnin á Gandí VE, alls 30 manns, og 11 manns í landvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. - shá, kóp, sv Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hagræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Félagið samþykkti í gærkvöldi að greiða 850 milljónir króna í arð. „Þessi arður er um það bil 13% af eigin fé Vinnslustöðvarinnar sem er um það bil það sama og ávöxtunarkrafa Bankasýslu ríkisins af bönkunum," segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Ef við horfum á það hvað var áætlað á síðasta ári, þá er þetta um það bil fimm prósent af markaðsvirði þess. Ef ríkisskuldabréf eru keypt í dag, held ég að ávöxtunarkrafan sé nálægt sjö prósentunum." Til samanburðar má geta þess að arðgreiðslur ársins á undan voru 500 milljónir króna og hækkunin á milli ára nemur því 75 prósentum. Sigurgeir útilokar ekki enn frekari sparnaðaraðgerðir. „Ef fyrirtækið ætlar að lifa álögurnar af þá verðum við að bregðast enn frekar við og spara meira," segir hann. Hann vill ekki útlista hvers konar aðgerðir þá séu í kortunum, en uppsagnirnar núna séu mikilvægur liður í að halda fyrirtækinu gangandi. Hann segir ákvarðanirnar um að segja upp 13 prósentum fastráðins starfsfólks og draga saman í rekstri séu þungbærar fyrir Vinnslustöðina, en auðvitað fyrst og fremst fyrir starfsfólkið. „Engum ætti þó að koma á óvart að til slíkra tíðinda drægi, allra síst stjórnvöldum landsins og alþingismönnum sem samþykktu nú síðast stórhækkun veiðigjalda þvert á viðvaranir úr öllum áttum, þar á meðal úr röðum eigin sérfræðinga og ráðgjafa," segir Sigurgeir. Meðal þeirra sem sagt var upp var öll áhöfnin á Gandí VE, alls 30 manns, og 11 manns í landvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. - shá, kóp, sv
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira