Seðlabanki þarf ekki að upplýsa um virðið 4. júlí 2012 14:00 Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra og tók veð í FIH. Tugmilljarða króna tap verður á þeim viðskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni Markaðarins um upplýsingar um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska banka FIH var um síðustu áramót. Í rökstuðningi sínum fyrir afhendingu gagnanna benti Markaðurinn á að Seðlabankinn hefði þegar greint frá bókfærðu virði lánsins á heimasíðu sinni þegar það var veitt í september 2010. Því væri ekki verið að biðja um nýjar upplýsingar heldur uppfærslu á áður birtum upplýsingum. Seðlabankinn taldi sig á hinn bóginn bundinn þagnarskyldu. Á það féllst úrskurðarnefndin eftir að hafa fengið afhenta greinargerð frá Seðlabankanum þar sem fjallað var um „stöðu á skuldabréfi sem tengist sölu á danska bankanum FIH og samninga sem staðið hefur verið að um breytingar og/eða uppgjör þess“. Í úrskurði hennar segir að „af efni þeirra er óhjákvæmilegt annað en að fallast á að þær falli undir sérstakt þagnarskylduákvæði 34. gr. Laga [...] um Seðlabanka Íslands“. Alls var seljendalánið upp á 3,1 milljarð danskra króna, eða um 66 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Ljóst er að það er tapað að mestu en hversu mikið, ef eitthvað, fæst til baka kemur ekki í ljós fyrr en á árinu 2015. Bankastjóri FIH, Bjarne Graven Larsen, sagði í samtali við FinansWatch í júní að litlar líkur væru á að Seðlabankinn fengi eitthvað upp í lánið. - þsj Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni Markaðarins um upplýsingar um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska banka FIH var um síðustu áramót. Í rökstuðningi sínum fyrir afhendingu gagnanna benti Markaðurinn á að Seðlabankinn hefði þegar greint frá bókfærðu virði lánsins á heimasíðu sinni þegar það var veitt í september 2010. Því væri ekki verið að biðja um nýjar upplýsingar heldur uppfærslu á áður birtum upplýsingum. Seðlabankinn taldi sig á hinn bóginn bundinn þagnarskyldu. Á það féllst úrskurðarnefndin eftir að hafa fengið afhenta greinargerð frá Seðlabankanum þar sem fjallað var um „stöðu á skuldabréfi sem tengist sölu á danska bankanum FIH og samninga sem staðið hefur verið að um breytingar og/eða uppgjör þess“. Í úrskurði hennar segir að „af efni þeirra er óhjákvæmilegt annað en að fallast á að þær falli undir sérstakt þagnarskylduákvæði 34. gr. Laga [...] um Seðlabanka Íslands“. Alls var seljendalánið upp á 3,1 milljarð danskra króna, eða um 66 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Ljóst er að það er tapað að mestu en hversu mikið, ef eitthvað, fæst til baka kemur ekki í ljós fyrr en á árinu 2015. Bankastjóri FIH, Bjarne Graven Larsen, sagði í samtali við FinansWatch í júní að litlar líkur væru á að Seðlabankinn fengi eitthvað upp í lánið. - þsj
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira