Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu 5. júlí 2012 06:00 Sverrir er annar þeirra sem sjást í brasilískum fréttum af málinu. Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira