Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. júlí 2012 06:00 Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun