Glæsilegt landsmót í Reykjavík Kjartan Magnússon skrifar 10. júlí 2012 06:00 Landsmót hestamanna var haldið í Reykjavík 25. júní – 1. júlí, og var aðstandendum sem og þátttakendum til mikils sóma. Með velheppnuðu móti hefur höfuðborgin sannað gildi sitt sem frábær landsmótsstaður enda voru aðstæður á Fákssvæðinu í Víðidal eins og best verður á kosið. Landsmót hefur mikla þýðingu fyrir hestaíþróttina og félagsstarf hestamanna. Hestafólk á öllum aldri fær eitthvað við sitt hæfi hvort sem það starfar við fagið eða stundar hestamennsku sér til gamans. Ásamt því að vera skemmtilegur fjölskylduviðburður er mótið líka mikil mannlífsupplifun enda koma þátttakendur hvaðanæva að af landinu. Vikuveisla í Víðidal Landsmótið var haldið af Landssambandi hestamanna og Bændasamtökunum í góðu samstarfi við Hestamannafélagið Fák og Reykjavíkurborg. Í október 2009 lýsti borgarráð yfir stuðningi við umsókn Fáks og í ársbyrjun 2010 var ákveðið að landsmótið yrði haldið í Reykjavík. Mótið ber upp á níutíu ára afmælisári Fáks og má með sanni segja að afmælisveislan hafi staðið í viku. Þar sem Landsmótið er alþjóðlegt stórmót eru miklar kröfur gerðar til aðbúnaðar og umgjarðar. Víðidalur er sannkölluð útivistarperla og gott starf hefur verið unnið við að fegra dalinn og bæta aðstæður þar til hestamennsku og annarrar útiveru.Tækifæri í ferðaþjónustu Talið er að nú séu um 220 þúsund íslenskir hestar til í heiminum og þar af eru um 140 þúsund erlendis. Íslenski hesturinn er því vinsæll sendiherra, sem ber hróður landsins víða. Í ljósi þess þarf engan að undra að Landsmót er einn stærsti viðburður ársins í ferðaþjónustu á Íslandi. Þúsundir útlendra gesta komu á landsmótið og luku margir lofsorði á framkvæmd þess. Ástæða er til að skoða möguleika á frekari eflingu ferðaþjónustu í tengslum við hestamennsku og þar gæti Fákssvæðið í Víðidal gegnt mikilvægu hlutverki. T.d. mætti skoða hvort ekki væri hægt að fjölga þar viðburðum og mótum og nota afl ferðaþjónustunnar til að markaðssetja þá erlendis. Í ljósi nýrrar hótelspár fyrir Reykjavík má jafnframt skoða hug aðila í ferðaþjónustu til þess að reisa hótel í nágrenni við Fákssvæðið og aðra frábæra útivistarkosti á þeim slóðum; t.d. sund, stangveiði og skíði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Landsmót hestamanna var haldið í Reykjavík 25. júní – 1. júlí, og var aðstandendum sem og þátttakendum til mikils sóma. Með velheppnuðu móti hefur höfuðborgin sannað gildi sitt sem frábær landsmótsstaður enda voru aðstæður á Fákssvæðinu í Víðidal eins og best verður á kosið. Landsmót hefur mikla þýðingu fyrir hestaíþróttina og félagsstarf hestamanna. Hestafólk á öllum aldri fær eitthvað við sitt hæfi hvort sem það starfar við fagið eða stundar hestamennsku sér til gamans. Ásamt því að vera skemmtilegur fjölskylduviðburður er mótið líka mikil mannlífsupplifun enda koma þátttakendur hvaðanæva að af landinu. Vikuveisla í Víðidal Landsmótið var haldið af Landssambandi hestamanna og Bændasamtökunum í góðu samstarfi við Hestamannafélagið Fák og Reykjavíkurborg. Í október 2009 lýsti borgarráð yfir stuðningi við umsókn Fáks og í ársbyrjun 2010 var ákveðið að landsmótið yrði haldið í Reykjavík. Mótið ber upp á níutíu ára afmælisári Fáks og má með sanni segja að afmælisveislan hafi staðið í viku. Þar sem Landsmótið er alþjóðlegt stórmót eru miklar kröfur gerðar til aðbúnaðar og umgjarðar. Víðidalur er sannkölluð útivistarperla og gott starf hefur verið unnið við að fegra dalinn og bæta aðstæður þar til hestamennsku og annarrar útiveru.Tækifæri í ferðaþjónustu Talið er að nú séu um 220 þúsund íslenskir hestar til í heiminum og þar af eru um 140 þúsund erlendis. Íslenski hesturinn er því vinsæll sendiherra, sem ber hróður landsins víða. Í ljósi þess þarf engan að undra að Landsmót er einn stærsti viðburður ársins í ferðaþjónustu á Íslandi. Þúsundir útlendra gesta komu á landsmótið og luku margir lofsorði á framkvæmd þess. Ástæða er til að skoða möguleika á frekari eflingu ferðaþjónustu í tengslum við hestamennsku og þar gæti Fákssvæðið í Víðidal gegnt mikilvægu hlutverki. T.d. mætti skoða hvort ekki væri hægt að fjölga þar viðburðum og mótum og nota afl ferðaþjónustunnar til að markaðssetja þá erlendis. Í ljósi nýrrar hótelspár fyrir Reykjavík má jafnframt skoða hug aðila í ferðaþjónustu til þess að reisa hótel í nágrenni við Fákssvæðið og aðra frábæra útivistarkosti á þeim slóðum; t.d. sund, stangveiði og skíði.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun