Boðar niðurskurð og hækkanir 12. júlí 2012 00:00 fjölmennt Mótmælendur fjölmenntu í miðborg Madrídar í gær, en upphaf mótmælanna er óánægja námuverkamanna með lægri niðurgreiðslur til greinarinnar. fréttablaðið/ap Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb Fréttir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb
Fréttir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira