Lægra raforkuverð seinkar áformum Landsvirkjunar 12. júlí 2012 00:01 Offramboð á gasi í Bandaríkjunum og undanþágur frá kolefnisskatti innan Evrópusambandsins hafa valdið því að raforkuverð hefur staðið í stað eða lækkað. Það er þvert á stefnu Landsvirkjunar sem hyggur á hærra raforkuverð. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta geta tafið áætlanir fyrirtækisins um uppbyggingu. „Já já, þetta getur alveg gert það. Efnahagssamdrátturinn í heiminum hefur einnig áhrif, þannig að þetta hægir alveg á okkur," segir Hörður. Hann segir það þó ekki alvarlegt og að allir þeir aðilar sem hafi verið í viðræðum við fyrirtækið séu það enn. Ný tækni við vinnslu jarðgass í Bandaríkjunum hefur orsakað mikið framboð á gasi þar í landi og verðlækkun í kjölfarið. Gunnar Tryggvason, formaður nefndar um mögulega lagningu sæstrengs, segir þetta geta hægt á þeirri þróun sem Landsvirkjun stefndi að varðandi verð. „Það getur gerst að orkufreki iðnaðurinn þurfi ekki lengur að flýja að heiman." Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir Century Aluminium hafa opnað á ný verksmiðju í Bandaríkjunum sem lokað var árið 2009. Hann óttast að hátt orkuverð hér á landi fæli fyrirtæki frá. Hörður segir hins vegar engan bilbug að finna á Landsvirkjun varðandi verðstefnuna. Viðmiðunarverðið er 43 dollarar á megavattsstund til 15 ára, með afslætti fyrstu 5 árin. Ekki verði horfið frá því, vegna stundarbreytinga ytra. „Nei, ef menn hafa ekki kjark til að vera í viðskiptum þá eiga menn ekki að vera í viðskiptum." Landsvirkjun bjóði betra verð til lengri tíma, en verðlækkunin hafi vissulega áhrif. „Þetta gerir þetta meira töff fyrir okkur, það er alveg öruggt. En lífið er þannig, það er ekki alltaf dans á rósum." - kóp Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Offramboð á gasi í Bandaríkjunum og undanþágur frá kolefnisskatti innan Evrópusambandsins hafa valdið því að raforkuverð hefur staðið í stað eða lækkað. Það er þvert á stefnu Landsvirkjunar sem hyggur á hærra raforkuverð. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta geta tafið áætlanir fyrirtækisins um uppbyggingu. „Já já, þetta getur alveg gert það. Efnahagssamdrátturinn í heiminum hefur einnig áhrif, þannig að þetta hægir alveg á okkur," segir Hörður. Hann segir það þó ekki alvarlegt og að allir þeir aðilar sem hafi verið í viðræðum við fyrirtækið séu það enn. Ný tækni við vinnslu jarðgass í Bandaríkjunum hefur orsakað mikið framboð á gasi þar í landi og verðlækkun í kjölfarið. Gunnar Tryggvason, formaður nefndar um mögulega lagningu sæstrengs, segir þetta geta hægt á þeirri þróun sem Landsvirkjun stefndi að varðandi verð. „Það getur gerst að orkufreki iðnaðurinn þurfi ekki lengur að flýja að heiman." Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir Century Aluminium hafa opnað á ný verksmiðju í Bandaríkjunum sem lokað var árið 2009. Hann óttast að hátt orkuverð hér á landi fæli fyrirtæki frá. Hörður segir hins vegar engan bilbug að finna á Landsvirkjun varðandi verðstefnuna. Viðmiðunarverðið er 43 dollarar á megavattsstund til 15 ára, með afslætti fyrstu 5 árin. Ekki verði horfið frá því, vegna stundarbreytinga ytra. „Nei, ef menn hafa ekki kjark til að vera í viðskiptum þá eiga menn ekki að vera í viðskiptum." Landsvirkjun bjóði betra verð til lengri tíma, en verðlækkunin hafi vissulega áhrif. „Þetta gerir þetta meira töff fyrir okkur, það er alveg öruggt. En lífið er þannig, það er ekki alltaf dans á rósum." - kóp
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira