Þorskurinn orðinn of dýr fyrir Bretana 8. ágúst 2012 06:00 Það er liðin tíð að hægt sé að selja þann gula beint af færibandinu eins og áður tíðkaðist segir deildarstjóri hjá Iceland Seafood International.fréttablaðið/gva „Við erum að verðleggja okkur út af markaðnum,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Nýleg könnun sem verslunarkeðjan Sainsbury’s stóð fyrir á Bretlandi sýnir að neysla á tilapíu og öðrum fisktegundum sem ekki veiðast hér við land eykst stórlega á kostnað þorsks og ýsu. Leggja álitsgjafar út af rannsókninni og telja að árið 2030 verði neyslumynstur Breta svo breytt að fimm vinsælustu tegundirnar, það er að segja þorskur, ýsa, túnfiskur, lax og rækja, munu ekki ná upp í helming af öllu því sjávarfangi sem Bretar neyti. „Það eru alltaf að bætast fleiri matvæli á markaðinn,“ segir Jón Steinn. „Tilapían er ódýr og það gerir okkur erfiðara fyrir því fólk fer út í ódýrari vörur. Við erum komin í þá stöðu að vera búin að veðsetja aflaheimildir of mikið og svo hafa þær farið minnkandi og nú er svo komið að fiskurinn okkar er alltof dýr. Hvort sem hann er ferskur, frosinn eða saltaður. Og nú þurfum við að bregðast við því.“ Hann segir að ein leiðin til að stemma stigu við þessu sé að auka aflaheimildir. „Við sjáum að okkar keppinautar hafa farið þá leið enda er nú búið að auka aflaheimildir í Barentshafinu og við verðum að bregðast við ef við ætlum að vera samkeppnishæf hvað verð varðar, en við erum það ekki í dag. Hvað við getum haldið okkur lengi inni á markaðnum meðan málum er svona háttað, það veit ég ekki en það er farið að banka í okkur.“ Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood International, er ekki jafn svartsýnn en segir þó að nú þurfi að hafa mun meira fyrir því að selja íslenskar sjávarafurðir. „Sá tími er liðinn að við getum selt allar sjávarafurðir nánast beint af færibandinu, eins og fyrir fimm til sjö árum, sá tími er liðinn,“ segir Friðleifur. „Ég held að við stöndum ágætlega að vígi enn þá á meðan við sinnum þeim hluta markaðarins sem vill ferska hnakka og fersk flök og eru að selja það í sínu náttúrulega formi í sínu kæliborði eða í umbúðum og eins þeim sem vilja einfrystan fisk. En um leið og menn ætla að fara að brauða eða hjúpa fisk þá er sá íslenski bara orðinn alltof dýr og þá leita menn í aðrar tegundir eins og tilapíu, Alaska-ufsa og svo framvegis. Sá markaður er bara horfinn fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir mikilvægt að Íslendingar leggist í sameiginlegt markaðsátak til að tryggja stöðu afurðanna á erlendum markaði. jse@frettabladid.is Tengdar fréttir Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8. ágúst 2012 05:15 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
„Við erum að verðleggja okkur út af markaðnum,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Nýleg könnun sem verslunarkeðjan Sainsbury’s stóð fyrir á Bretlandi sýnir að neysla á tilapíu og öðrum fisktegundum sem ekki veiðast hér við land eykst stórlega á kostnað þorsks og ýsu. Leggja álitsgjafar út af rannsókninni og telja að árið 2030 verði neyslumynstur Breta svo breytt að fimm vinsælustu tegundirnar, það er að segja þorskur, ýsa, túnfiskur, lax og rækja, munu ekki ná upp í helming af öllu því sjávarfangi sem Bretar neyti. „Það eru alltaf að bætast fleiri matvæli á markaðinn,“ segir Jón Steinn. „Tilapían er ódýr og það gerir okkur erfiðara fyrir því fólk fer út í ódýrari vörur. Við erum komin í þá stöðu að vera búin að veðsetja aflaheimildir of mikið og svo hafa þær farið minnkandi og nú er svo komið að fiskurinn okkar er alltof dýr. Hvort sem hann er ferskur, frosinn eða saltaður. Og nú þurfum við að bregðast við því.“ Hann segir að ein leiðin til að stemma stigu við þessu sé að auka aflaheimildir. „Við sjáum að okkar keppinautar hafa farið þá leið enda er nú búið að auka aflaheimildir í Barentshafinu og við verðum að bregðast við ef við ætlum að vera samkeppnishæf hvað verð varðar, en við erum það ekki í dag. Hvað við getum haldið okkur lengi inni á markaðnum meðan málum er svona háttað, það veit ég ekki en það er farið að banka í okkur.“ Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood International, er ekki jafn svartsýnn en segir þó að nú þurfi að hafa mun meira fyrir því að selja íslenskar sjávarafurðir. „Sá tími er liðinn að við getum selt allar sjávarafurðir nánast beint af færibandinu, eins og fyrir fimm til sjö árum, sá tími er liðinn,“ segir Friðleifur. „Ég held að við stöndum ágætlega að vígi enn þá á meðan við sinnum þeim hluta markaðarins sem vill ferska hnakka og fersk flök og eru að selja það í sínu náttúrulega formi í sínu kæliborði eða í umbúðum og eins þeim sem vilja einfrystan fisk. En um leið og menn ætla að fara að brauða eða hjúpa fisk þá er sá íslenski bara orðinn alltof dýr og þá leita menn í aðrar tegundir eins og tilapíu, Alaska-ufsa og svo framvegis. Sá markaður er bara horfinn fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir mikilvægt að Íslendingar leggist í sameiginlegt markaðsátak til að tryggja stöðu afurðanna á erlendum markaði. jse@frettabladid.is
Tengdar fréttir Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8. ágúst 2012 05:15 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8. ágúst 2012 05:15