Um neteinelti Haukur Arnþórsson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis. Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis. Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun