Tyresö felur peningana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2012 06:30 Þóra og félagar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Fréttablaðið/Ernir Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira