Fossvogsbrú yrði tákn aukinnar samvinnu 25. ágúst 2012 05:30 Borgarstjóri og formaður borgarráðs heimsóttu í gær bæjarstjórann í Kópavogi og aðra forystumenn meirihlutaflokkanna þar. Mynd/S. Björn Blöndal Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog. „Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár. Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann bæjarstjóri. „Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsanlega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er að tæknimönnum verði falið að finna út úr því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti létt mjög mikið á stórum umferðaræðum. Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961 lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Fossvoginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á þeim tíma. - gar Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog. „Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár. Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann bæjarstjóri. „Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsanlega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er að tæknimönnum verði falið að finna út úr því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti létt mjög mikið á stórum umferðaræðum. Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961 lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Fossvoginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á þeim tíma. - gar
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira