Aron: Fattaði ekki að mörkin komu með svo stuttu millibili Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2012 07:00 Aron Vakti mikla athygli í Danmörku í gær. Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta." Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta."
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira