Mótum betri samskiptaleiðir Toshiki Toma skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt. Það er fyrst og fremst í höndum skipuleggjenda þingsins sem sjá um að kynna fyrir innflytjendum áætlun þingsins og biðja um þeirra skoðun á ræðuefni. Til hverra eiga skipuleggjendur að senda erindi og á hvaða tungumáli? Síðan kemur annað mál sem er erfitt. Hvernig geta innflytjendur komið því sem þeir hafa í huga til skipuleggjenda? Það snýst ekki aðeins um atriði eins og tungumál heldur einnig þau sem lúta að innri hvötum og vilja okkar innflytjenda. Það virðist vera meiri fjarlægð í samskiptum milli borgarstjórnar og/eða ríkisstjórnar en sem nemur raunverulegri fjarlægð innflytjenda. Mér finnst að við – stjórn ríkis og sveitarfélaga og innflytjendur – eigum að horfast í augu við að við þurfum að móta samskiptaleiðir á milli okkar. Af reynslu minni sem prestur innflytjenda hefur þetta verið vandamál alla tíð undanfarinn áratug. Annars vegar getur meirihluti innflytjenda ekki skilið hvað stjórnvöld vilja gera fyrir innflytjendur og hins vegar geta stjórnvöld ekki vitað hvað innflytjendur hugsa og hvers þeir óska. Nú blasir það við að þetta er vandamál sem við komumst ekki yfir án sérstaks átaks. Þá er bara spurningin hvenær og hvernig eigum við að finna betri leiðir fyrir samskiptin? Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda. Ég get því miður ekki komið með góða tillögu um hvernig við eigum að móta netkerfið en það hlýtur að vera samvinnuverkefni. Eitt sem er ómissandi í verkefninu er að virkja innflytjendur og stöðuga þátttöku okkar innflytjenda sjálfra enda varðar þetta okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Toshiki Toma Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt. Það er fyrst og fremst í höndum skipuleggjenda þingsins sem sjá um að kynna fyrir innflytjendum áætlun þingsins og biðja um þeirra skoðun á ræðuefni. Til hverra eiga skipuleggjendur að senda erindi og á hvaða tungumáli? Síðan kemur annað mál sem er erfitt. Hvernig geta innflytjendur komið því sem þeir hafa í huga til skipuleggjenda? Það snýst ekki aðeins um atriði eins og tungumál heldur einnig þau sem lúta að innri hvötum og vilja okkar innflytjenda. Það virðist vera meiri fjarlægð í samskiptum milli borgarstjórnar og/eða ríkisstjórnar en sem nemur raunverulegri fjarlægð innflytjenda. Mér finnst að við – stjórn ríkis og sveitarfélaga og innflytjendur – eigum að horfast í augu við að við þurfum að móta samskiptaleiðir á milli okkar. Af reynslu minni sem prestur innflytjenda hefur þetta verið vandamál alla tíð undanfarinn áratug. Annars vegar getur meirihluti innflytjenda ekki skilið hvað stjórnvöld vilja gera fyrir innflytjendur og hins vegar geta stjórnvöld ekki vitað hvað innflytjendur hugsa og hvers þeir óska. Nú blasir það við að þetta er vandamál sem við komumst ekki yfir án sérstaks átaks. Þá er bara spurningin hvenær og hvernig eigum við að finna betri leiðir fyrir samskiptin? Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda. Ég get því miður ekki komið með góða tillögu um hvernig við eigum að móta netkerfið en það hlýtur að vera samvinnuverkefni. Eitt sem er ómissandi í verkefninu er að virkja innflytjendur og stöðuga þátttöku okkar innflytjenda sjálfra enda varðar þetta okkur sjálf.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun