Valkostur í stjórnarskrármálinu 30. ágúst 2012 06:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar