Frá gjaldþroti til gullverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2012 10:00 ÍR-ingar hafa fagnað sigri á bikarmóti FRÍ síðustu þrjú ár. mynd/björn guðmundsson Frjálsar ÍR-ingar bundu enda á tuttugu ára bikarlausa tíð árið 2009 þegar liðið sigraði í heildarstigakeppninni. Þá sigraði kvennalið félagsins einnig en báðir bikararnir hafa síðan verið í varðveislu ÍR-inga. Á Akureyri um síðustu helgi urðu karlarnir einnig hlutskarpastir og því fullt hús hjá Breiðhyltingum í fyrsta sinn í 27 ár. „Við höfum staðið okkur langbest í unglingastarfinu á undanförnum tíu árum. Þess vegna höfum við síðustu ár verið að sigla fram úr öðrum félögum í meistaraflokknum. Við höfum unnið unglingameistaramót 15-22 ára með yfirburðum undanfarin níu ár, bæði innanhúss og utan," segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, en ekki er langt síðan útlitið var vægast sagt svart hjá ÍR-ingum. „Við lentum í fjárhagsvandræðum árið 1999 og vorum orðin stórskuldug. Við misstum besta fólkið okkar í burtu og byrjuðum upp á nýtt," segir Þráinn en deildin hefur verið rekin með hagnaði frá árinu 2000 og er skuldlaus. Lögð var áhersla á að hlúa vel að yngri iðkendum enda hafði deildin ekki tök á að halda úti sterkum meistaraflokki. Iðkendum hefur síðan fjölgað úr sjötíu í 600 en Þráinn segir afar góða fjölskyldustemmingu ríkja í félaginu. Allir æfa á eigin forsendum„Við sinnum ekki aðeins þeim sem okkur sýnist geta orðið afreksmenn. Við leggjum mikla rækt við alla sem vilja æfa hjá okkur. Þannig sköpum við miklu fleiri einstaklingum tækifæri til að æfa sína íþrótt á eigin forsendum," segir Þráinn og nefnir einnig stóran hóp fólks sem aðstoðar félagið á ýmsan hátt í sjálfboðaliðastarfi. „Það eru yfir 300 manns sem koma að verkefnum hjá okkur yfir árið. Ég er ekki að skjóta út í loftið því þetta er allt skráð hjá okkur. Við getum leitað til þeirra þegar við höldum fjölmenn innanhússmót með 800-900 keppendum. Þá köllum við til foreldra krakkanna sem keppa. Þeir koma og mæla, raka í sandgryfjunni og starfa á annan hátt við mótið," segir Þráinn en í stað þess að keppendur úr ÍR greiði þátttökugjald skaffa þeir starfsmann við mótið. Á meðan allt virðist í blóma hjá ÍR-ingum tekur Þráinn undir að frjálsar íþróttir eigi undir högg að sækja hér á landi sem víðar. Aðeins fimm lið tóku þátt í bikarmótinu um liðna helgi en sú var tíðin að keppt var í þremur sex-liða deildum. Þráinn segir það reynast mörgum liðum erfitt að manna allar 37 greinarnar sem keppt er í á mótinu en nefnir einnig til sögunnar fækkun iðkenda í sveitum landsins. „Þar hefur frjálsíþróttafólk alltaf haft trygga stöðu. Með fækkun fólks í sveitunum minnkar möguleiki á að halda úti liðum á landsbyggðinni," segir Þráinn en vandamálið sé þó ekki einskorðað við sveitina. Ármann og Fjölnir, hin Reykjavíkurfélögin, sem ásamt ÍR hafa aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, sendu ekki lið til keppni í ár en félögin hafa oftar en ekki sameinað krafta sína á stærri mótum. Vandamálið sé stærra en hægt sé að finna lausn á í snarheitum. Þrautreynd sveit þjálfaraÞráinn leggur áherslu á hve miklu máli skipti að hafa reynslumikla, áhugasama, og vel menntaða þjálfara. Þjálfararnir eru alls þrjátíu en tíu þjálfarar koma að þjálfun meistaraflokksins. „Við höfum smátt og smátt fjölgað iðkendum og búið til æfingahópa á hverju sviði sem getur verið hjá sérhæfðum þjálfara. Það þarf að vera grundvöllur fyrir ráðningu þjálfara, nógu margir iðkendur sem greiða æfingagjöld svo hægt sé að borga þjálfurunum einhverja þóknun," segir Þráinn og bætir við að þótt launin séu ekki há séu þau eitthvað. Þjálfarasveit ÍR-inga telur ekki ómerkari menn en Ólympíufara og Íslandsmeistarahafa á borð við Einar Vilhjálmsson, Pétur Guðmundsson, Þóreyju Eddu Elísdóttur auk Þráins og konu hans Þórdísar Gísladóttur. Þórdís hélt á síðasta ári kynningu á starfi deildarinnar á ráðstefnu á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu. Fimm félög sem vakið höfðu athygli innan geirans voru beðin um að kynna starf sitt. „Fólki þótti með ólíkindum að við værum með 600 iðkendur og þrjátíu þjálfara á launum. Það þótti gríðarlega stórt hjá 300 þúsund manna þjóð," segir Þráinn og nefnir til samanburðar að fjölmennasta félag Noregs telji 250 iðkendur og það stærsta í Kanada sé áþekkt frjálsíþróttadeild ÍR að stærð. Bikararnir þrír marka tímamót hjá ÍR. Fjögur ár eru í Ólympíuleikana í Ríó og segir Þráinn nauðsynlegt að setja ný fjögurra ára markmið hvort sem litið sé til barna- og unglingastarfs, meistaraflokks, afreksstarfs, almenningsíþrótta, sjálfboðaliðastarfs eða mótahalds. Frjálsar íþróttir Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Frjálsar ÍR-ingar bundu enda á tuttugu ára bikarlausa tíð árið 2009 þegar liðið sigraði í heildarstigakeppninni. Þá sigraði kvennalið félagsins einnig en báðir bikararnir hafa síðan verið í varðveislu ÍR-inga. Á Akureyri um síðustu helgi urðu karlarnir einnig hlutskarpastir og því fullt hús hjá Breiðhyltingum í fyrsta sinn í 27 ár. „Við höfum staðið okkur langbest í unglingastarfinu á undanförnum tíu árum. Þess vegna höfum við síðustu ár verið að sigla fram úr öðrum félögum í meistaraflokknum. Við höfum unnið unglingameistaramót 15-22 ára með yfirburðum undanfarin níu ár, bæði innanhúss og utan," segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, en ekki er langt síðan útlitið var vægast sagt svart hjá ÍR-ingum. „Við lentum í fjárhagsvandræðum árið 1999 og vorum orðin stórskuldug. Við misstum besta fólkið okkar í burtu og byrjuðum upp á nýtt," segir Þráinn en deildin hefur verið rekin með hagnaði frá árinu 2000 og er skuldlaus. Lögð var áhersla á að hlúa vel að yngri iðkendum enda hafði deildin ekki tök á að halda úti sterkum meistaraflokki. Iðkendum hefur síðan fjölgað úr sjötíu í 600 en Þráinn segir afar góða fjölskyldustemmingu ríkja í félaginu. Allir æfa á eigin forsendum„Við sinnum ekki aðeins þeim sem okkur sýnist geta orðið afreksmenn. Við leggjum mikla rækt við alla sem vilja æfa hjá okkur. Þannig sköpum við miklu fleiri einstaklingum tækifæri til að æfa sína íþrótt á eigin forsendum," segir Þráinn og nefnir einnig stóran hóp fólks sem aðstoðar félagið á ýmsan hátt í sjálfboðaliðastarfi. „Það eru yfir 300 manns sem koma að verkefnum hjá okkur yfir árið. Ég er ekki að skjóta út í loftið því þetta er allt skráð hjá okkur. Við getum leitað til þeirra þegar við höldum fjölmenn innanhússmót með 800-900 keppendum. Þá köllum við til foreldra krakkanna sem keppa. Þeir koma og mæla, raka í sandgryfjunni og starfa á annan hátt við mótið," segir Þráinn en í stað þess að keppendur úr ÍR greiði þátttökugjald skaffa þeir starfsmann við mótið. Á meðan allt virðist í blóma hjá ÍR-ingum tekur Þráinn undir að frjálsar íþróttir eigi undir högg að sækja hér á landi sem víðar. Aðeins fimm lið tóku þátt í bikarmótinu um liðna helgi en sú var tíðin að keppt var í þremur sex-liða deildum. Þráinn segir það reynast mörgum liðum erfitt að manna allar 37 greinarnar sem keppt er í á mótinu en nefnir einnig til sögunnar fækkun iðkenda í sveitum landsins. „Þar hefur frjálsíþróttafólk alltaf haft trygga stöðu. Með fækkun fólks í sveitunum minnkar möguleiki á að halda úti liðum á landsbyggðinni," segir Þráinn en vandamálið sé þó ekki einskorðað við sveitina. Ármann og Fjölnir, hin Reykjavíkurfélögin, sem ásamt ÍR hafa aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, sendu ekki lið til keppni í ár en félögin hafa oftar en ekki sameinað krafta sína á stærri mótum. Vandamálið sé stærra en hægt sé að finna lausn á í snarheitum. Þrautreynd sveit þjálfaraÞráinn leggur áherslu á hve miklu máli skipti að hafa reynslumikla, áhugasama, og vel menntaða þjálfara. Þjálfararnir eru alls þrjátíu en tíu þjálfarar koma að þjálfun meistaraflokksins. „Við höfum smátt og smátt fjölgað iðkendum og búið til æfingahópa á hverju sviði sem getur verið hjá sérhæfðum þjálfara. Það þarf að vera grundvöllur fyrir ráðningu þjálfara, nógu margir iðkendur sem greiða æfingagjöld svo hægt sé að borga þjálfurunum einhverja þóknun," segir Þráinn og bætir við að þótt launin séu ekki há séu þau eitthvað. Þjálfarasveit ÍR-inga telur ekki ómerkari menn en Ólympíufara og Íslandsmeistarahafa á borð við Einar Vilhjálmsson, Pétur Guðmundsson, Þóreyju Eddu Elísdóttur auk Þráins og konu hans Þórdísar Gísladóttur. Þórdís hélt á síðasta ári kynningu á starfi deildarinnar á ráðstefnu á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu. Fimm félög sem vakið höfðu athygli innan geirans voru beðin um að kynna starf sitt. „Fólki þótti með ólíkindum að við værum með 600 iðkendur og þrjátíu þjálfara á launum. Það þótti gríðarlega stórt hjá 300 þúsund manna þjóð," segir Þráinn og nefnir til samanburðar að fjölmennasta félag Noregs telji 250 iðkendur og það stærsta í Kanada sé áþekkt frjálsíþróttadeild ÍR að stærð. Bikararnir þrír marka tímamót hjá ÍR. Fjögur ár eru í Ólympíuleikana í Ríó og segir Þráinn nauðsynlegt að setja ný fjögurra ára markmið hvort sem litið sé til barna- og unglingastarfs, meistaraflokks, afreksstarfs, almenningsíþrótta, sjálfboðaliðastarfs eða mótahalds.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira